Sérfræðingur í netkerfum

Óskum eft­ir að ráða kra­ftmikinn, metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling sem hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni. Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættirðu að lesa áfram.

 

Starfssvið

Starf sérfræðings í netkerfum felst í rekstri, ráðgjöf, hönnun og uppsetningu stærri netkerfa innan og utan gagnavera Advania.

 

Hæfniskröfur

 • Að lágmarki fimm ára reynsla af sambærilegu starfi
 • Cisco CCIE Routing & Switching eða Service Provider gráða er kostur
 • Þekking og reynsla af IP, BGP, MPLS, WAN, Cisco IOS, IOS-XR, NX-OS nauðsynleg
 • Þekking á eldveggjum á borð við Cisco ASA, Cisco FirePOWER og FortiGate nauðsynleg
 • Reynsla við uppbyggingu gagnavera æskileg
 • Þekking og reynsla af Linux (CentOS, Red Hat) æskileg
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 22. október 2019
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Daniel Kristinn Gunnarsson, daniel.kristinn.gunnarsson@advania.is / 440 9000.

 

Deila starfi
 
 • Verslanir

 • Afgreiðslutími
 • 8-17 virka daga
 • Guðrúnartúni 10
 • 105 Reykjavík
 •  
 • Tryggvabraut 10
 • 600 Akureyri
 • Verkstæði

 • Afgreiðslutími
 • 9-17 virka daga
 • Borgartúni 28
 • 105 Reykjavík
 •  
 • Tryggvabraut 10
 • 600 Akureyri