Sérfræðingur í markaðsmálum

Markaðsdeild Advania leitar að kraftmiklum einstaklingi með fjölbreytta reynslu af markaðsmálum og stafrænum miðlum. Við viljum helst hressan og öflugan liðsfélaga sem tæklar málin hratt og örugglega með frumkvæði og metnað að leiðarljósi.

 

Markaðsdeild Advania fæst við alls konar verkefni. Við erum samheldið teymi sem veitum tekjusviðum Advania markaðsráðgjöf. Við útbúum auglýsinga- og kynningarefni fyrir alla miðla, segjum fréttir af félaginu, höldum viðburði, önnumst vefmál, ráðstefnuhald og veitum fjölmiðlum upplýsingar þegar kallað er eftir þeim.

 

Helstu verkefni/ábyrgðarsvið

 • Þjónusta tekjusvið Advania við markaðsetningu á lausnum
 • Gerð markaðsáætlana
 • Verkefnastýring á markaðsaðgerðum og viðburðum
 • Markaðsrannsóknir og greiningar
 • Aðkoma að mótun markaðsstefnu
 • Þarfagreining og upplýsingaöflun

Almennar hæfniskröfur

 • Háskólamenntun í markaðsfræði eða sambærileg reynsla
 • Þekking á stafrænni miðlun og markaðssetningu
 • Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð
 • Drifkraftur og metnaður í starfi

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu, fyrirmyndar aðstöðu fyrir hjólreiðafólk og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 17. október 2019
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri, audur.inga.einarsdottir@advania.is, S: 440 9000

Deila starfi
 
 • Verslanir

 • Afgreiðslutími
 • 8-17 virka daga
 • Guðrúnartúni 10
 • 105 Reykjavík
 •  
 • Tryggvabraut 10
 • 600 Akureyri
 • Verkstæði

 • Afgreiðslutími
 • 9-17 virka daga
 • Borgartúni 28
 • 105 Reykjavík
 •  
 • Tryggvabraut 10
 • 600 Akureyri